ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 11:00

Ókeypis frćđslukvöld um ţunglyndi

LÍFIĐ

Stjarnan rúllađi yfir Fylki

 
Handbolti
15:22 11. MARS 2017
Rakel Dögg skorađi átta mörk í dag.
Rakel Dögg skorađi átta mörk í dag. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Stjarnan valtaði yfir Fylki í Olís-deild kvenna í handknattleik, 38-25, í Garðabænum í dag og var sigur heimamanna aldrei í hættu.

Staðan í hálfleik var 20-14 og sáu Fylkiskonur aldrei til sólar. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk í liði Stjörnunnar og Hanna Guðrún Stefánsdóttir var með sex.

Hjá Fylki var Christine Rishaug markahæst með átta mörk og Thea Imani Sturludóttir skoraði sjö.

Stjarnan heldur áfram að pressa á Framara en liðið er sem fyrr tveimur stigum á eftir þeim í öðru sæti deildarinnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Stjarnan rúllađi yfir Fylki
Fara efst