Handbolti

Stjarnan nældi í sín fyrstu stig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnumenn eru komnir á blað í Olís-deildinni.
Stjörnumenn eru komnir á blað í Olís-deildinni. Vísir/Daníel
Stjarnan bar sigurorð af HK í Olís-deild karla í kvöld, 27-26, en leikið var í Mýrinni í Garðabæ. Þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu, en HK er stigalaust eftir tvær umferðir. Staðan í hálfleik var 13-8 , Stjörnunni í vil.

Andri Hjartar Grétarsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með sjö mörk, en Egill Magnússon kom næstur með fimm. Þorgrímur Smári Ólafsson fór mikinn í liði HK og skoraði níu mörk. Garðar Svansson og Þorkell Magnússon komu næstir með fjögur mörk.

Markaskorarar Stjörnunnar:

Andri Hjartar Grétarsson 7, Egill Magnússon 5, Víglundur Jarl Þórsson 4, Þórir Ólafsson 4, Hilmar Pálsson 3, Ari Magnús Þorgeirsson 2, Ari Pétursson 1, Starri Friðriksson 1.

Markaskorarar HK:

Þorgrímur Smári Ólafsson 9, Garðar Svansson 4, Þorkell Magnússon 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Leó Snær Pétursson 3, Daði Laxdal Gautason 1, Tryggvi Þór Tryggvason 1, Guðni Már Kristinsson 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×