Erlent

Stjáni Blái gengur laus á ný

Stjáni Blái er sagður tengjast allt að þrjúþúsund morðum í Kólombíu.
Stjáni Blái er sagður tengjast allt að þrjúþúsund morðum í Kólombíu.
Þekktasti morðingi Kólombíu, John Velasquez, sem gengur undir nafninu Stjáni Blái, hefur verið látinn laus úr fangelsi. Hann var helsti leigumorðingi eiturlyfjabarónsins Pablo Escobars á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og játaði hann á sig 300 morð þegar hann var ákærður fyrir rúmum tveimur áratugum.

Þar fyrir utan stærði hann sig af því að hafa átt þátt í morðum á um þrjúþúsund einstaklingum. Fyrir þessi voðaverk fékk hann þó aðeins þrjátíu ára fangelsisdóm og nú hefur hann verið látinn laus á skilorði. Lausn Stjána Bláa er afar umdeild í Kólombíu og yfirgaf hann fangelsið í lögreglufylgd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×