FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Stíllinn breytist ört eftir árstíđ og líđan

 
Tíska og hönnun
09:45 09. JANÚAR 2017
"Kjóllinn er frá Lindex, bolurinn kemur úr skápnum hennar mömmu, buxurnar frá Topshop og skórnir frá Public desire,“ segir Kolfinna um dressiđ sem hún klćđist. VÍSIR/ANTON BRINK

Fyrirsætan Kolfinna Þorgrímsdóttir er mikil tískuáhugakona og Lífið fékk að yfirheyra hana um áhugaverðan stíl hennar, uppáhaldsflíkur og helstu tískufyrirmyndir svo eitthvað sé nefnt.


Kolfinna er 20 ára og vinnur á Dominos og starfar samhliđa ţví sem fyrirsćta hjá Eskimo models.
Kolfinna er 20 ára og vinnur á Dominos og starfar samhliđa ţví sem fyrirsćta hjá Eskimo models. VÍDIR/ANTON BRINK

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? 
„Mér finnst gaman að blanda stílum saman. Stíllinn minn er allt frá því að vera klassískur og mínímalískur yfir í að vera sportlegur og töffaralegur.“

Er eitthvað sem þú myndi aldrei klæðast? 
„Nei, í rauninni ekki. Stílinn minn breytist svo fljótt og fer algjörlega eftir árstíð, staðsetningu og líðan. Sem dæmi, þá sagðist ég fyrir tveimur árum aldrei ætla að klæðast útvíðum buxum, en í dag elska ég þær.“

Áttu þér tískufyrirmyndir? 
„Veneda Anastasia, Maja Wyh og að sjálfsögðu Olsen-systurnar, þær eru alltaf í mjög töff klæðnaði.“

Uppáhaldsflík? 
„Ég verð að segja UNIF-skórnir mínir, þeir passa við allt.“

Hvaða fatabúðir eru í uppáhaldi? 
„Hér heima eru það Zara og Spúútnik en erlendis er það Cos, Weekday og Urban Outfitters.“

Hvað er svo á óskalistanum? 
„Jensen Black-skór frá Acne Studios og fallegur pels.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Tíska og hönnun / Stíllinn breytist ört eftir árstíđ og líđan
Fara efst