Tónlist

Stikla frá nýrri sýningu Bjarkar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir vísir/getty
Í upphafi næsta mánaðar mun Björk vera með sýningu á Museum of Modern Arts í New York. Sýningin ber nafn tónlistarkonunnar og lítur um öxl á feril hennar. Sýningin opnar þann 7. mars og verður opin til 8. júní.

Fyrir skemmstu sendi Björk frá sér klippu fyrir aðdáendur sína að sjá. Í henni má heyra hluta lagsins Black Lake sem er á nýjustu plötu hennar, Vulnicura.


Tengdar fréttir

Takk fyrir ótrúlegt listaverk, Björk

Þessi janúarmánuður hefur verið fullkomlega glataður. Það hefur verið hvasst, dimmt og kalt – óveður að meðaltali þrisvar í viku. Það er alls ekki í lagi.

Björk stjórnar útvarpsþætti

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun stjórna útvarpsþætti á stöðinni Rinse FM í London 19. febrúar ásamt Robin Carolan, stjórnanda útgáfunnar Tri Angle Records.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×