Innlent

Stigið í spor Sidru

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Za'atari flóttamannabúðunum.
Frá Za'atari flóttamannabúðunum. Vísir/EPA
„Hvernig er að vera barn í flóttamannabúðum, fjarri heimahögum? Við hvernig aðstæður býrðu?“ Að þessu spyr UNICEF á Íslandi. UNICEF ætlar að bjóða fólki að stíga í spor Sidru í dag með sýndarveruleikagleraugum. Áhugasamir geta horft á heimildarmyndina Clouds over Sidra þar sem sýnt er úr Za‘atari flóttamannabúðunum þar sem hún hefur búið frá því fjölskylda hennar flúði frá Sýrlandi.

Sjálfboðaliðar UNICEF verða á Blómatorginu í Kringlunni í dag frá klukkan 15 til 21.

„Þessi nýstárlega tækni er áhugaverð fyrir þær sakir að hún gerir okkur kleift að nálgast reynslu annarra með öðrum hætti en í gegnum fréttamyndir og frásagnir. Tæknin gerir okkur kleift að stytta fjarlægðina á milli okkar sjálfra og þeirra sem við fræðumst um og auðveldar okkur þannig að setja okkur í spor annarra,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi í tilkynningu.

Myndin tekur einungis fjórar mínútur og verða fimm gleraugu notuð í Kringlunni þannig að nokkrir geta horft á myndina í einu. Samkvæmt framleiðendum sýndarveruleikagleraugnanna eru gleraugun ekki til notkunar fyrir börn sem eru 13 ára og yngri. Því verður 14 ára aldurstakmark til að sjá myndina og miðað við fæðingarárið 2001.

Stúlkan á myndinni sem við póstuðum í morgun heitir Sidra, er 12 ára gömul og kemur frá Sýrlandi . Með hjálp sý...

Posted by UNICEF á Íslandi on Thursday, October 8, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×