Innlent

Stígar ekki ruddir í Kópavogi fyrr en vind lægir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það viðrar ekkert sérstaklega vel á höfuðborgarsvæðinu í augnablikinu.
Það viðrar ekkert sérstaklega vel á höfuðborgarsvæðinu í augnablikinu. Vísir/Pjetur
Heimaþjónusta í Kópavogi fellur niður að mestu fyrir hádegi í dag vegna veðurs og verður dagþjónasta í Roðasölum lokuð í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Þar segir jafnframt að lögð sé áhersla á að halda forgangsleiðum opnum í Kópavogi og að stígar verði ekki ruddir fyrr en vind lægir. Upplýsingar um forgangsleiðir má finna á heimasíðu Kópavogs.

Skólar eru opnir en bærinn biðlar til foreldra að fylgjast með veðri, tilkynningum og fréttum.


Tengdar fréttir

Raskanir á ferðum strætó í dag

Þegar bætir í vind og úrkomu á höfuðborgarsvæðinu má búast við að götur í úthverfum verði ófærar fyrir strætisvagna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×