Innlent

Stígamót fagna tuttugu og fimm ára afmæli í dag

kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar
Þegar starfsemi stígamóta var að hefjast þurfti að há baráttu til að fá kynferðisbrot viðurkennd. Í dag felst helsta áskorunin í því að kynferðisbrotamál komast ekki í gegnum réttarkerfið.
Þegar starfsemi stígamóta var að hefjast þurfti að há baráttu til að fá kynferðisbrot viðurkennd. Í dag felst helsta áskorunin í því að kynferðisbrotamál komast ekki í gegnum réttarkerfið. Fréttablaðið/GVA
Eftir 25 ára starf hafa 7.038 einstaklingar, mest konur, nýtt þjónustu Stígamóta. Í dag fagna samtökin afmæli með því að minna á mikilvægi sitt, rifja upp sigra og horfast í augu við áskoranir.

„Helstu áskoranirnar í dag eru að kynferðisbrotamál komast ekki í gegnum réttarkerfið,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Enn eru gríðarlegir fordómar ríkjandi gagnvart fólki sem hefur verið beitt ofbeldi, almenningur, fagstéttir, réttarkerfið og konurnar sjálfar því miður. Því munum við ekki breyta nema að við víkkum umræðuna og tökum inn í hana að á bak við þessar sjö þúsund sem hafa leitað til okkar eftir hjálp eru ofbeldismenn sem ganga frjálsir.“

Guðrún segir hvatningu felast í því að rifja upp hve mörgum hefur verið hjálpað í gegnum tíðina. „Það er mikilvægt að minnast þess hvað þetta starf er mikils virði. Þegar starf Stígamóta hófst var ekkert í boði fyrir fólk sem hafði verið beitt sifjaspellum eða konur sem hafði verið nauðgað. Það var háð heljarinnar barátta til að fá þetta viðurkennt og þá hafði engin fagstétt búið sig undir að fást við þessi mál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×