Innlent

Stígamót á floti: „Vatnið var alveg vel yfir ökkla"

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Starfsfólk Stígamóta hefur staðið í ströngu í morgun að þurrka gólf og innanstokksmuni.
Starfsfólk Stígamóta hefur staðið í ströngu í morgun að þurrka gólf og innanstokksmuni. Vísir/GVA
Guðrún Jónsdóttir, hjá Stígamótum í hádeginu í dag.Vísir/GVA
„Ég var að horfa á samstarfskonu mína ganga hérna framhjá með tölvuturn sem lak úr,“ segir Guðrún Jónsdóttir forstöðukona Stígamóta. Þegar hún mætti til vinnu í morgun var allt á floti. „Vatnið var alveg vel yfir ökkla. Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist, en svo virðist sem rör hafi gefið sig,“ segir hún.

Stígamót eru til húsa í Laugarvegi 170 og eru höfuðstöðvar samtakanna á annari hæð. Guðrún segir þó að vatnstjónið sé mest hjá þeim; það virðist ekki mikið hafa lekið niður á hæðina fyrir neðan.

„Þetta hefur lamað starfsemina í dag. Tölvurnar liggja niðri og símarnir okkar eru nettengdir og virka heldur ekki. Það hefur verið mikil röskun á viðtölum sem áttu að vera í dag. Við erum búnar að reyna að hringja í þá sem áttu bókaða tíma til að láta vita að viðtöl falla niður. Það er hætt við því að einhverjir fari fýluferðir til okkar í dag,“ segir Guðrún.

Hún veit ekki hversu mikið tjón varð á húsnæðinu og munum. „Það liggur ekkif fyrir núna. Við erum auðvitað tryggðar. En það versta er að tölvurnar eru alveg lamaðar og að við höfum þurft að senda fólk í burtu í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×