Erlent

Steven Seagal ekki velkominn á eistneska blúshátíð

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín og Steven Seagal eru félagar og hafa fyrri ummæli Seagal vakið mikið umtal í Eistlandi.
Vladimír Pútín og Steven Seagal eru félagar og hafa fyrri ummæli Seagal vakið mikið umtal í Eistlandi. Vísir/AFP
Forsvarsmenn eistnesku blúshátíðarinnar Augustibluus hafa afþakkað komu bandaríska leikarans og tónlistarmannsins Steven Seagal sem hefst nú í ágúst. Seagal átti að koma fram með sveit sinni á hátíðinni.

Seagal er vinur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta og hefur áður farið jákvæðum orðum um innlimun Rússa á Krímskaga.

Fyrri ummæli Seagals hafa nú verið sett í samhengi við Úkraínudeiluna og nýlega yfirgangstilburði Rússa gagnvart Eystrasaltsríkjunum. Hefur því væntanleg koma Seagals til Eistlands mætt mikilli andstöðu.

Eistneski tónlistarmaðurinn Tõnis Mägi hafði áður hvatt fólk til að sniðganga tónlistarhátíðina, en forsvarsmenn hátíðarinnar segja Seagal nú ekki velkominn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×