ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 23:53

Hundrađ kílóa gullpeningi rćnt

FRÉTTIR

Steve Kerr mćttur | Ţjálfar Golden State liđiđ í kvöld

 
Körfubolti
19:30 22. JANÚAR 2016
Steve Kerr og Stephen Curry.
Steve Kerr og Stephen Curry. VÍSIR/GETTY

Steve Kerr mun stýra NBA-meisturum Golden State Warriors í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið tekur á móti Indiana Pacers í Oracle Arena í Oakland.

Steve Kerr missti af 43 fyrstu leikjum Golden State liðsins eftir að hafa þurft að jafna sig eftir bakaðgerð sem hann gekkst undir í sumar.

Luke Walton, aðstoðarmaður Golden State, hefur stýrt liðinu í fjarveru Steve Kerr og liðið vann 39 af þessum 43 leikjum undir hans stjórn. Furðulegar reglur í NBA sjá til þess að allir sigrarnir eru skráðir á Kerr.

Steve Kerr vann NBA-titilinn á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í NBA-deildinni og tekur við liðinu nú þegar það hefur sett stefnuna á það að bæta met Chicago Bulls frá 1995-96 þegar Michael Jordan og félagar unnu 72 leiki af 82.

Golden State Warriors getur skrifað söguna strax í fyrsta leik Steve Kerr á tímabilinu því vinni liðið leikinn fagnar það sigri í 38. heimaleiknum í röð.

Boston Celtics vann 38 heimaleiki í röð tímabilið 1985 til 1986 en tvö lið hafa unnið fleiri heimaleiki í röð, Orlando Magic 1995-96 (40) og Chicago Bulls 1995-96 (44).

Golden State Warriors hefur farið illa með tvö topplið í Austurdeildinni á síðustu dögum eftir að hafa tapað óvænt fyrir Detroit Pistons fyrir viku sína. Golden State vann 132-98 sigur á Cleveland og 125-94 sigur á Chicago Bulls í síðustu tveimur leikjum sínum undir stjórn Luke Walton.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Steve Kerr mćttur | Ţjálfar Golden State liđiđ í kvöld
Fara efst