Steve Kerr: LaVar Ball er ekki ađ hjálpa strákunum sínum mikiđ

 
Körfubolti
10:00 18. MARS 2017
Steve Kerr, ţjálfari Golden State Warrios.
Steve Kerr, ţjálfari Golden State Warrios. VÍSIR/GETTY

LaVar Ball hefur verið duglegur að draga að sér athygli í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu en hann á faðir þriggja af efnilegri körfuboltastrákaum Bandaríkjanna.

Elsti sonur LaVar Ball heitir Lonzo Ball og verður örugglega valinn mjög snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Lonzo Ball er fjölhæfur leikstjórnandi sem pabbi hans segir að henti NBA-deildinni betur en háskólaboltanum.

LaVar Ball er mjög duglegur að monta sig af drengjunum sínum. Hann telur að Lonzo Ball sé betri en Stephen Curry og vill fá einn milljarð dollara fyrir skósamning við alla drengina sína. LaVar segir líka að synir LeBron James eigi ekki mikla möguleika á því að verða alvöru stjörnur og að hann sjálfur unnið Michael Jordan í einn á einn þegar hann var upp á sitt besta.

Það eru hinsvegar margir orðnir þreyttir á hinum yfirlýsingaglaða LaVar Ball og gott dæmi um það er Charles Barkley. Steve Kerr, þjálfari Golden State Warrios, var líka með skilaboð til pabba Ball. ESPN segir frá.

„Hann virðist vera að ná markmiðum sínum með þessum öfgakenndu yfirlýsingum sínum. Hann er að stela fyrirsögnunum sem hlýtur að vera það sem hann er að reyna að gera með þessu,“ sagði Steve Kerr.

„Ég held samt að hann sé ekki að hjálpa strákunum sínum,“ sagði Steve Kerr en Lonzo Ball er í háskólaliði UCLA og menntskólastrákarnir LiAngelo og LaMelo munu spila með UCLA í framtíðinni.

„Það væri miklu betra fyrir þá ef þeir fengju bara spila leiki sína í friði og njóta þess án þess að þurfa að leysa eða heyra pabba sinn tala um þá í fjölmiðlum á hverjum degi,“ sagði Kerr.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Steve Kerr: LaVar Ball er ekki ađ hjálpa strákunum sínum mikiđ
Fara efst