Enski boltinn

Sterling og Ibe fengu aðvörun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ibe og Sterling á æfingu með Liverpool.
Ibe og Sterling á æfingu með Liverpool. Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að þeir Raheem Sterling og Jordan Ibe hafi í dag fundað með Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Liverpool.

Sterling og Ibe hafa komið sér í vandræði hjá Liverpool eftir að myndir af þeim birtust reykjandi vatnspípu á krá í London fyrr á tímabilinu. Þá birtist einnig myndband af Sterling þar sem hann andaði að sér hláturgas úr blöðru.

Um löglega vímugjafa er að ræða og var leikmönnunum ekki refsað sérstaklega af félaginu. En Rodgers mun hafa rætt við þá um ábyrgðina sem fylgir því að vera í aðalliði Liverpool og varaði við því að þeir myndu halda áfram að nota áðurnefnd efni.

Líklegt er að Sterling verði í byrjunarliði Liverpool gegn Aston Villa á sunnudag en þá mætast liðin á Wembley-leikvanginum í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Ibe er ekki gjaldgengur í keppninni þar sem hann lék með Derby í bikarnum fyrr á tímabilinu sem lánsmaður.


Tengdar fréttir

Sterling til Manchester City fyrir risaupphæð?

Vandræðadrengurinn Raheem Sterling hjá Liverpool er orðaður við Manchester City í ensku blöðunum í morgun en enski landsliðsmaðurinn hefur verið mikið í sviðsljósinu í vikunni.

Gary Neville: Sterling er hjá félagi sem mun hjálpa honum

Raheem Sterling var heldur betur í sviðsljósinu í gærkvöldi, því auk þess að skora fyrra mark Liverpool-liðsins í 2-0 sigri á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni þá birtust myndir af honum þar sem hafði tekið inn hláturgas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×