Enski boltinn

Sterling mætti á æfingu í morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Raheem Sterling gæti spilað áfram með Liverpool þó hann vilji fara.
Raheem Sterling gæti spilað áfram með Liverpool þó hann vilji fara. vísir/getty
Raheem Sterling, framherji Liverpool, mætti á fyrstu æfingu liðsins eftir sumarfrí í morgun. Enn er óvíst hvort hann spili næstu leiktíð með Liverpool.

Liverpool er sagt hafa hafnað tveimur tilboðum Mancester City í leikmanninn, en það síðara er talið hafa verið um 40 milljónir punda.

Sky Sports segir Chelsea einnig hafa áhuga á Sterling en er ekki tilbúið að borga þær 50 milljónir punda sem Liverpool vill fá fyrir hann.

Umboðsmaður Sterlings sagði í lok tímabilsins að leikmaðurinn myndi ekki skrifa undir nýjan samning við félagið þó hann fengi 900.000 pund á viku.

Liverpool getur tekið lífinu með ró þar sem Sterling á enn tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Það ætlar ekki að taka þátt í leik umboðsmannsins og stendur fast við sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×