FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 06:50

Jammeh neitar enn ađ láta af embćtti forseta Gambíu

FRÉTTIR

Sterling frá í allt ađ átta vikur

 
Enski boltinn
16:59 23. MARS 2016
Sterling missir af nćstu leikjum City.
Sterling missir af nćstu leikjum City. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling verður frá næstu 6-8 vikurnar vegna nárameiðsla.

Sterling meiddist í nágrannaslag Manchester City og Manchester United á sunnudaginn og fór af velli í fyrri hálfleik.

Svo gæti farið að Sterling spili ekki meira með á tímabilinu. Ef hann verður frá í átta vikur missir hann af lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fer fram 15. maí næstkomandi. Þá er þátttaka hans á EM í Frakklandi í sumar í hættu en Roy Hodgson velur lokahópinn fyrir mótið 12. maí.

Sjá einnig: Fátækleg frammistaða Manchester City á móti efstu liðunum

Stuðningsmenn City geta þó glaðst yfir því að markvörðurinn Joe Hart verður líklega ekki jafn lengi frá vegna kálfameiðsla og óttast var.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Sterling frá í allt ađ átta vikur
Fara efst