Enski boltinn

Sterling, Baines og Milner meiddust í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling situr á vellinum eftir leikinn í gær.
Sterling situr á vellinum eftir leikinn í gær. vísir/getty
Raheem Sterling, Leighton Baines og James Milner munu ekki spila með enska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Ítalíu á þriðjudag eftir að hafa meiðst í 4-0 sigrinum gegn Litháen í gær. Einnig er óvíst með Danny Welbeck.

Stuðningsmenn Liverpool eru líklega stressaðir yfir meiðslum Raheem Sterling, en pilturinn ungi meiddist á tá. James Milner hefur verið að berjast við hnémeiðsli og tóku þau sig aftur upp í leiknum í gær.

Roy Hodgson, stjóri Englands, var virkilega ánægður með leik sinna manna, en hann var einna ánægðastur með þá Sterling og Welbeck. Welbeck þurfti að fara af velli, en Sterling kláraði leikinn.

„Við vonum að þetta sé ekki alvarlegt með Welbeck, en þetta mun líklega aftra honum að spila á þriðjudag sem eru mikil vonbrigði því við misstum einnig Daniel Sturridge,” sagði Hodgson við fjölmiðla.

„Læknateymið gaf mér þær upplýsingum að þeir eru ekki með miklar áhyggur, en að spila honum á þriðjudag gæti verið of snemmt. Við munum sjá. Þetta eru tvö áföll fyrir okkur.”

Hodgson staðfesti það að Ryan Bertrand, bakvörður Southampton, hefur verið boðaður inn í hópinn fyrir leikinn gegn Ítalíu í Turin á þriðjudag.

„Stering hefur verið að bíða eftir að fá stungu í tánna og hefur verið að bíða nokkuð lengi. Hann hefur þó verið að spila í gegnum það og gert sig tilbúinn að spila í hverri viku. Hann gerði það aftur í dag sem er frábært,” sagði Hodgson við ITV.

England er í engu veseni í E-riðli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi árið 2016. Þeir eru með 15 stig eftir 5 leiki, skorað fimmtán mörk og fengið á sig eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×