Fótbolti

Sterkir andstæðingar bíða Arsenal og City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gærkvöldi og því ljóst hvaða lið eru komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Þrjú ensk lið komust áfram en það fjórða, Liverpool, verður að sætta sig við sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Sigurvegarar riðlanna átta verða í efri styrkleikaflokknum þegar dregið verður á mánudag og liðin í öðru sæti í þeim neðri. Þó geta lið ekki mætt liði frá sama landi eða sama andstæðingi og í riðlakeppninni.

Chelsea bar sigur úr G-riðli og getur því mætt einu eftirtaldra liða: Juventus, Basel, Bayer Leverkusen, PSG eða Shakhtar Donetsk.

Öllu sterkari lið bíða Arsenal og Manchester City þar sem bæði urðu í öðru sæti síns riðils. Bæði gætu dregist gegn Atletico Madrid, Real Madrid, Monaco, Barcelona og Porto. Arsenal á þar að auki möguleika á að mæta Bayern München og Manchester City gegn Dortmund.

Fyrstu leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram dagana 17. og 18. febrúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×