Handbolti

Stelpurnar unnu í Sviss

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karen Knútsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Karen Knútsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Stefán
Ísland hafði í kvöld betur gegn Sviss í vináttulandsleik í handbolta, 27-23. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Ísland.

Fyrirliðinn Karen Knútsdóttir fór fyrir íslenska liðinu með því að skora níu mörk en Rut Jónsdóttir kom næst með fjögur mörk. Hildigunnar Einarsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor.

Næsti leikur Íslands fer fram á laugardag en íslenska liðið hélt utan til Sviss fyrr í vikunni. Liðið undirbýr sig nú fyrir erfiða leiki gegn Svartfjallalandi í undankeppni HM 2015.

Aðrir markaskorarar Íslands voru Birna Berg Haraldsdóttir (2), Ramune Pekarskyte (2), Þórey Rósa Stefánsdóttir (2), Sunna Jónsdóttir (1) og Unnur Ómarsdóttir (1).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×