Handbolti

Stelpurnar þurfa sigur gegn Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. Vísir/Stefán
Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik í undankeppni HM 2015 er stelpurnar mæta Ítalíu í Chieti. Leikurinn fer fram í gömlu íþróttahúsi í bænum sem tekur 750 manns í sæti en hann hefst klukkan 16.30.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Ísland þar sem Ítalía trónir á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir tvo sigra á Makedóníu í síðasta mánuði.

Liðin mætast einnig hér á landi á sunnudag en Ítalíu dugir að ná þremur stigum úr viðureignunum tveimur til að tryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í umspilinu í vor. Aðeins eitt af liðunum þremur í riðlinum kemst áfram. Lokaleikirnir í riðlinum verða gegn Makedóníu í byrjun næsta mánaðar en þeir verða þýðingalausir ef stelpurnar misstíga sig gegn Ítalíu.

Ísland hefur einu sinni áður komist í úrslitakeppni heimsmeistaramóts en það var í Brasilíu árið 2011. Liðið kom þar á óvart með góðum sigrum á Svartfjallalandi og Þýskalandi en varð að játa sig sigrað gegn sterku liði Rússlands í 16-liða úrslitunum. Ísland komst ekki áfram í úrslitakeppni HM 2013 eftir tap gegn Tékklandi í umspilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×