ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 11:45

Verksmiđja United Silicon sú eina sem liggur undir grun

FRÉTTIR

Stelpurnar sem mćta Sviss tvisvar á fjórum dögum

 
Handbolti
15:23 01. MARS 2016
Nýkrýndur bikarmeistari, Sólveig Lára Kjćrnested úr Stjörnunni, er međ í hópnum.
Nýkrýndur bikarmeistari, Sólveig Lára Kjćrnested úr Stjörnunni, er međ í hópnum. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið sextán leikmenn fyrir leikina gegn Sviss í annarri umferð undankeppni Evrópukeppninnar.

Íslensku stelpurnar mæta Sviss tvívegis á fjórum dögum í mars, fyrst út í Sviss og svo í Schenker-höllinni á Ásvöllum. Íslenska liðið heldur utan til Sviss og dvelur við æfingar frá 7.mars fram að leiknum þann 10.mars.

Ásta Birna Gunnarsdóttir og Rut Jónsdóttir gátu ekki gefið kost á sér að þessu sinni vegna meiðsla.

Þrír leikmenn koma inn í liðið frá því í síðustu leikjum undankeppninnar sem voru á móti Þýskalandi og Frakklandi í október. Það eru reynsluboltarnir Kristín Guðmundsdóttir úr Val og Sólveig Lára Kjærnested úr Stjörnunni og svo Gróttustelpan Unnur Ómarsdóttir.

Helena Rut Örvarsdóttir dettur úr liðinu ásamt þeim Rut og Ástu Birnu.

Íslenski hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:
Florentina Stanciu, Stjarnan
Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram

Aðrir leikmenn:
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Grótta
Arna Sif Pálsdóttir, Nice
Hildigunnur Einarsdóttir, Koblenz
Hildur Þorgeirsdóttir, Fram
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Karen Knútsdóttir, Nice
Kristín Guðmundsdóttir, Valur
Ramune Pekarskyte, Haukar
Sólveig Lára Kjærnested, Stjarnan
Steinunn Hansdóttir, Selfoss
Sunna Jónsdóttir, Skrim
Thea Imani Sturludóttir, Fylkir
Unnur Ómarsdóttir, Grótta
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Grótta


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Stelpurnar sem mćta Sviss tvisvar á fjórum dögum
Fara efst