Lífið

Stelpurnar rokka á laugardagskvöldum í haust

Glæný þáttaröð með skemmtilegustu stelpum þjóðarinnar hefur göngu sína á Stöð 2 laugardaginn 27. september.

Stelpurnar er íslensk, leikin gamanþáttaröð þar sem margar skrautlegar persónur koma við sögu. Þættirnir slógu fyrst í gegn íslenskum sjónvarpsáhorfendum árið 2005 og í kjölfarið voru gerðar þrjár þáttaraðir til viðbótar.

Stelpurnar hlutu tvívegis Eddu-verðlaunin sem leikið sjónvarpsefni ársins. Undanfarna mánuði hafa þættirnir verið endursýndir í opinni dagskrá á Stöð 2 og fengið gríðarlega góðar viðtökur hjá áhorfendum. Á sjónvarpssíðu Vísis má sjá nokkur klassísk atriði úr Stelpunum, þ.á.m. Löðruglan, Sigga, Sigga, Sigga, Draugur og Ofnæmi.

Núna er glæný þáttaröð með tólf þáttum væntanleg en það er Óskar Jónasson sem leikstýrir af sinni kunnu snilld.

Handritshöfundar og leikarar eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Maríanna Clara Lúthersdóttir.

Aðrir leikarar eru ekki af verri endanum; Björn Jörundur, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Inga María Valdimarsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Þorsteinn Bachmann.

Ísland í dag kíkti á tökustað stelpnanna um daginn og spjallaði við Óskar Jónasson leikstjóra og Brynhildi Guðjónsdóttur leikkonu.


Tengdar fréttir

Fyrsta sýnishornið úr Hreinum Skildi

Hreinn skjöldur verður sýndur á Stöð 2 í nóvember. Steindi leikur aðalhlutverkið í þáttunum, ásamt þeim Pétri Jóhanni Sigfússyni og Sögu Garðarsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×