Körfubolti

Stelpurnar létu ekki slæma byrjun stoppa sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sylvía Rún Hálfdanardóttir átti flottan leik.
Sylvía Rún Hálfdanardóttir átti flottan leik. Mynd/FIBAEurope
Íslenska 18 ára landsliðið í körfubolta byrjar vel í B-deild Evrópukeppninnar í Bosníu en íslensku stelpurnar unnu níu stiga sigur á Portúgal í fyrsta leik.

Íslenska liðið vann leikinn  61-52 en spilað var í Borgarhöllinni í höfuðborginni Sarajevo. Ísland var fjórum stigum yfir í hálfleik, 26-22.

Haukastelpan Sylvía Rún Hálfdanardóttir átti mjög góðan leik en hún var með 21 stig, 9 fráköst og 2 stolna bolta í þessum leik. Sylvía skoraði meðal annars þrjá þrista í leiknum og hitti úr öllum átta vítaskotum sínum.

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, sem nýlega gekk til liðs við Val frá Breiðabliki, var einnig mjög öflug í leiknum með 13 stig og 12 fráköst. Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir bætti síðan við 7 stigum og 10 fráköstum.

Íslenska liðið byrjaði ekki vel og var 16-7 undir eftir fyrsta leikhlutann. Stelpurnar létu ekki slæma byrjun stoppa sig, unnu annan leikhltuann 19-6 og voru með því búnar að ná frumkvæðinu í leiknum.

Íslensku stelpurnar voru fjórum sitgum yfir í hálfleik, 26-22, en voru síðan komnar með 8 stiga forystu, 41-33, fyrir lokaleikhlutann.

Næsti leikur íslensku stelpnanna á mótinu er á móti Rúmeníu á mánudaginn en liðið er einnig með Bosníu og Finnlandi í riðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×