Lífið

Stelpurnar í Ungfrú Ísland spurðar spjörunum úr

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stærsti titillinn sem keppt er um er sem fyrr Ungfrú Ísland, eða Miss World Iceland.
Stærsti titillinn sem keppt er um er sem fyrr Ungfrú Ísland, eða Miss World Iceland. vísir/andri marínó
Ungfrú Ísland keppnin fer fram í kvöld í Hörpunni og það eftir tveggja ára hlé.

Keppnin og undirbúningur keppenda var með breyttu sniði, en skipuleggjendur segja að aukin áhersla verði lögð á þætti á borð við eflingu sjálfsmyndar og framkomu í fjölmiðlum. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld.

Stærsti titillinn sem keppt er um er sem fyrr Ungfrú Ísland, eða Miss World Iceland. Sú sem hlýtur þá nafnbót verður fulltrúi Íslands í Miss World í Kína í desember.

Stelpurnar hafa allar svarað sömu spurningunum og er hægt að kynnast þeim öllum betur hér að neðan. 

Andrea Sigurðardóttir - 90091-01

Hvað var það sem vakti áhuga þinn að taka þátt í Ungfrú Ísland?
Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég hef mikinn áhuga á góðgerðarstörfum, ég nýt þess að hjálpa fólki og gefa af mér. Ég hef fylgst með keppninni í mörg ár og vissi að þetta yrði góð lífsreynsla.

Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Eftir fimm ár sé ég mig að klára Sálfræði í Háskólanum.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn? Það sem stóð upp úr fannst mér var að kynnast yndislegum stelpum, læra að koma fram og fá að spreyta sig á Dale Carnigie námskeiði.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningnum? Ég lærði heilmikið á þessu ferli. Það helsta sem stendur eftir er hvað ég er orðin örugg að fara út fyrir þægindarammann.



Arna Ýr Jónsdóttir - 90091-02

Hvað var það sem vakti áhuga þinn að taka þátt í Ungfrú Ísland?  Það sem vakti áhuga minn að taka þátt í Ungfrú Ísland voru reyndar fegurðardísirnar í sjónvarpinu þegar ég var lítil. En aðallega var það þetta frábæra tækifæri að kynnast stórum hóp yndislegra stúlkna sem eru allar að stefna að því sama. Að sjá nýtt snið á keppninni í ár með áherslu á góðgerðarstörf vakti einnig mikinn áhuga hjá mér.

Hvar sérðu þig eftir fimm ár?  Eftir fimm ár sé ég mig sem hamingju konu og reynslunni ríkari. Búin að ferðast um heiminn, tekið þátt í góðgerðarstörfum erlendis. Eftir fimm ár verð ég háskólanemi í hjúkrunarfræði að stefna á ljósmóðurina hvort sem það verður hér á Íslandi eða erlendis.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn? Góðgerðarstörfin stóðu langt uppúr og sprengdu allar væntingar hjá mér. Að vera partur af frábærum 5 manna hóp þar sem allar eru að leggja sig fram saman og láta gott af sér leiða, er alveg hreint yndislegt.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningnum? Að láta vaða og framkvæma. Og svo er það auðvitað gullkornið sem ég hef alltaf fylgt; sælla er að gefa en þiggja. 



Bertha María Waagfjörð - 90091-03



Bryndís Rósa Sigurpálsdóttir - 90091-04

Ég heiti Bryndís Rósa Sigurpálsdóttir, er 18 ára og er úr Garðabæ. Ég er á þriðja ári í Verslunarskóla Íslands.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ? Frá því að ég var lítil hef ég alltaf fylgst með Ungfrú Íslands keppninni og dáðst af stelpunum sem hafa tekið þar þátt og heyrt hvað keppnin hafði gert fyrir þær. Með því að taka þátt í Ungfrú Íslands keppninni þá vissi ég að ég mundi fá frábært tækifæri til þess að stíga út fyrir þægindarammann og vinna með sjálfan mig og öðlast meira sjálfstraust. Fyrir þessa keppni var ég óörugg með mig og frekar bakatil. Núna finn ég hvað að ég er algjörlega að blómstra með hverjum deginum og sjálfsöryggið hefur vaxið og mér líður svo vel, er ánægð og hamingjusöm.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ? Mig langar til þess að vera barnalæknir og því verð ég í námi eftir 5 ára að læra læknisfræði. Ég verð líka búin að ferðast töluvert um heiminn og kynnast menningu annarra landa. Ég verð hamingjusöm og þegar ég lít til baka þá vil ég verða stolt af öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ? Það er svo margt búið að vera skemmtilegt, þetta er búinn að vera yndislegur tími og eftirminnilegur en það sem stendur upp úr eru stelpurnar. Við náðum allar vel saman og það er alveg á hreinu að í þessum undirbúningi myndaðist sönn vinátta sem á eftir að haldast.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum? Sá lærdómur sem stendur eftir er í raun allt það sem fram fór í undirbúningunum og hvað þetta allt gaf mér rosalega mikið, ég hreinlega blómstraði og það á ég þessum undirbúningi að þakka. Eins standa eftir skemmtilegar minningar um frábæran tíma með yndislegu og ógleymanlegu fólki. Minningar sem ég mun alltaf geyma um ókomna tíð.



Diljá Helgadóttir - 90091-05

Diljá Helgadóttir, er á 2. ári í lögfræði ásamt því að vera skemmtanastjóri og sitja í stjórn nemendafélags Lagadeildarinnar.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ? Ég vissi að keppnin væri með öðrum hætti en áður og leit því á þetta sem skemmtilega og góða reynslu bæði í að koma fram og til að efla sjálfstraustið.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ? Eftir 5 ár sé ég mig sem lögfræðing í vinnu á stað þar sem é fæ tækifæri til að þróa færni mína, takast á við áhugaverð verkefni og vinna með fólki sem ég læri af. Aðal atriðið að vakna á hverjum degi og starfa við hluti sem maður hefur ástríðu fyrir og vera hamingjusamur. Svo vonandi verð ég líka komin á draumabílinn Audi R8. hehe.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ? Ég fékk tækifæri til kynnast fullt af frábæru fólki og gaman að kynnast þessum frábæru stelpum og meðal okkar hefur myndast vinátta sem örugglega á eftir að endast lengi.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum? Ætli það hafi ekki verið fræðsluerindin sem við fengum. Þá má nefna Dale Carniege og er við hittum Ellý Ármanns. Viðtöl og umfjöllun við konur á ekki síður rétt á sér en viðtöl og umfjöllun við karla, enda erum við helmingur mannskyns, og það að kunna að koma fyrir sig orði er góður kostur.



Elísa Gróa Steinþórsdóttir - 90091-06

Elísa Gróa Steinþórsdóttir, nemi í Háskóla Íslands - deild erlendra tungumála.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ? Hvað var það sem vakti áhuga þinn að taka þátt í Ungfrú Ísland? Ég hef horft á keppnina í mörg ár og alltaf verið mjög heilluð. Ég horfði á vinkonu mína keppa 2013 sem var mjög skemmtilegt, eftir það ákvað ég að slá til.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ?  Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Komin með gráðu í spænsku og góða vinnu í þeim geira, vonandi að ferðast um heiminn og að njóta lífsins!

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ? Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn? Æfingarnar með stelpunum, góðgerðastarfið og bara að fá að kynnast öllu þessu frábæra fólki!

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum? Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningnum? Að öðlast þetta mikla sjálftraust sem ég hélt ég hefði ekki í mér, og að finna sjálfa mig á ný.





Embla Örk Hölludóttir - 90091-07



Embla Örk Hölludóttir, Margmiðlunarfræðingur og flugfreyja.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ? Hvað var það sem vakti áhuga þinn að taka þátt í Ungfrú Ísland? Ný og spennandi nálgun á hlutverki keppninnar í ár með áherslu á góðgerðarmál.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ? Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Hamingjusöm á góðum stað að vinna við eitthvað sem ég elska.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ?  Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn? allt þetta goðgerðarstarf sem við unnum, ég tók þátt í og framkvæmdi hluti sem eg hef ekki áður gefið mer tíma til að gera eins og til dæmis að hlaupa maraþon og svo að kynnast nýju og skemmtilegu fólki.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum? Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningnum? Að hafa verið sett í aðstæður sem styrkja með manni sjálfstraust og framkomu sem fylgir manni svo út í lífið.



Erla Alexandra Ólafsdóttir - 90091-08

Erla Alexandra Ólafsdóttir. Er að vinna sem leiðbeinandi á leikskóla og stefni á nám í læknisfræði eftir áramót

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ?  Ég hef fylgst með keppninni frá því að ég var lítil stelpa og hefur lengi verið draumurinn minn að taka þátt í keppninni. Einnig sé ég þetta sem frábært tækifæri til þess að láta gott af mér leiða.

Hvar sérðu þig eftir fimm ár?  Ef alllt gengur upp með læknisfræðinám þá verð ég enþá í námi. En ef vel gengur í keppninni þá veit maður aldrei hvaða tækifæri bjóðast í framhaldinu.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn?  Að hafa fengið að kynnast stelpunum og að fá að upplifa hluti sem maður hefði kannski ekki fengið að gera annars

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningnum? Hvað það er mikilvægt að trúa á sjálfan sig og leggja sig alla fram í því sem maður gerir.



Helena Reynisdóttir - 90091-09

Ég heiti Helena Reynisdóttir og er stúdent af listnámsbraut. Einnig er ég förðunarfræðingur og listamaður. Á daginn vinn ég sem frístundaleiðbeinandi.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ?  Það sem vakti áhuga minn á að taka þátt í keppninni var það að fá tækifæri til að vera fulltrúi Íslands í Miss World, fá að upplifa allt í kringum keppnina, vinna mikið í góðgerðarmálum og vera góð fyrirmynd fyrir ungar konur.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ?  Eftir fimm ár sé ég fyrir mér að ég verði byrjuð eða jafnvel að klára listaháskóla annað hvort hérlendis eða úti. Ég sé einnig fyrir mér að ég verði farin að vinna í stærri förðunarverkefnum. Ef ég fæ tækifæri til að bera titilinn myndi ég hafa látið margt gott af mér leiða og notað hann til að vekja athygli á góðgerðarmálum.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ?  Mér fannst góðgerðarstörfin í undirbúningi keppninnar rosalega skemmtileg og þroskandi. Svo fannst mér mjög gaman að kynnast keppendunum og einnig öllu frábæra fólkinu á bakvið keppnina.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum? Við fengum góða kennslu og æfingu í því að koma fram og í að styrkja sjálfsmyndina.



Hildur Guðrún Bragadóttir - 90091 - 10

Hildur Guðrún Bragadóttir. Er í Verzlunarskóla Íslands á hagfræðibraut og útskrifaður förðunarfræðingur úr Reykjavik Makeup School

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ? Að fara algjörlega úr mínum þægindahring og prófa eitthvað nýtt og spennandi

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ? Eftir 5 ár sé ég mig líklegast vera að klára háskólanámið og fara í áframhaldandi nám. Jafnframt langar mig til þess að ferðast mikið á næstu árum og vonandi verð ég búinn að uppfylla þann draum eftir 5 ár.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ?  Mér fannst ótrúlega gaman að hafa hlaupið 10km til styrktar Kvennaathvarfinu, það að hlaupa 10km var eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei geta í byrjun sumars.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum? Að láta ekki neikvæðni hafa áhrif á mann



Hugrún Birta Egilsdóttir -90091-11

Er 20 ára gömul. Fædd og uppalin í Reykjavík. Ég stunda nám á íþróttabraut við Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Samhliða náminu starfa ég í Apóteki Garðabæjar og æfi frjálsar íþróttir með FH af fullum krafti.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn að taka þátt í Ungfrú Ísland? Ég tel það hafa verið kveikjan að áhuga mínum að hafa alist upp við ævintýrasögur bæði frá ömmu minni, Esther Garðarsdóttur sem hlaut titilinn Ungfrú Reykjavík 1959 og svo systur minni Ingibjörgu R. Egilsdóttur sem hlaut titilinn Ungfrú Ísland 2008 og fór svo og keppti í Miss Universe 2009.

Það hefur verið stór draumur að fá að feta í fótspor þeirra beggja og taka þátt í Ungfrú Ísland. Eftir því sem ég varð eldri varð áhugi minn stöðugt meiri fyrir því að læra að koma fram með auknu sjálfsöryggi og að "challenge-a" sjálfan mig. Mér finnst þátttaka mín í Ungfrú Ísland algerlega standa undir þessum óskum og er ég nú þegar reynslunni ríkari eftir ferlið okkar hingað til.

Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Eftir fimm ár stefni ég að það að vera útskrifuð af íþróttabraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Mig langar til þess að vera búin að fara hringinn í kringum jarðkringluna og upplifa ólíka menningu og heima hinna ýmsu heimsálfa. Ég verð svo byrjuð í læknisfræði en ég stefni að þvi að vera taugalæknir í framtíðinni.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn? Það skemmtilegasta við undirbúninginn var það hversu nánar við stúlkurnar í hópnum urðum. Við kynntumst allar mjög fljótt og eigum hvor aðra að í framtíðinni. Að mínu mati þá við erum við stúlkurnar allar sigurvegarar.



Indiana Svala Ólafsdóttir - 90091 - 12

Vinn í álverinu í Straumsvík við að keyra áltökubíl.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ? Vinkona mín spurði mig hvort ég væri ekki búin að skrá mig og eftir það fór ég að hugsa um að skrá mig.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ?  Í sálfræði námi og vinnu með því.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ? Skemmtilegasta var að kynnast öllum stelpunum.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum?  Jah er orðin mun betri i að ganga i hælum.



Íris Hrefna Hafsteinsdóttir 90091-13

Ég er að vinna á sólbaðsstofunni Smart

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ? Mér langaði að taka þátt til þess að prófa eitthvað nýtt,stíga út fyrir þægindaramman og svo hélt ég auðvitað bara að þetta yrði ótrúlega skemmtilegt!

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ? Ég veit ekki hvar ég verð eftir 5 ár en framtíðin er svo björt, mér langar að klára skólann, ferðast um heiminn og svo langar mér að sækja um í lögregluskóla og svo eftir þetta ferli þá sé ég að góðgerðarstarfsemi er eitthvað sem verður alltaf í minni framtíð.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ? Skemmtilegasta við undirbúning er klárlega góðgerðarstarfsemin, yndisleg tilfinning að vita að þú hafir hjálpað öðrum, við hlupum fyrir krabbameinsfélagið sem er mér mjög kært þar sem systir mín fór frá mér að völdum krabbameins. Og svo auðvitað að fá að vera hluti af svona flottum vinkonuhóp.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum? Helsti lærdómur myndi ég segja sé að sjá okkur allar þroskast,fá svo mikið sjálfstraust, að kunna að bera sig fram.



Íris Rósa Hauksdóttir 90091 - 14

Ég heiti Íris Rós Hauksdóttir. Ég er á þriðja ári í Kvennaskólanum í Reykjavík og lýk stúdentsprófi næsta vor. Með skólanum starfa ég við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ? Frábært tækifæri til þess að efla sjálfstraustið, kynnast nýju fólki og upplifa eitthvað nýtt og spennandi.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ?  Það er erfitt að segja, það er svo margt sem mig langar til þess að gera. Ætla að mennta mig, hef áhuga á að ferðast, gerast sjálfboðaliði í hjálparstarfi, einnig hef ég mikinn áhuga á tísku og módelstörfum.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ? Gaman að kynnast nýju fólki og Dale Carnegie námskeiðið var frábært. Einnig var áhugavert og gefandi að leggja góðu málefni lið eins og Kvennaathvarfinu.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum? Vertu einlæg og alltaf þú sjálf. Láttu ekki álit annarra hafa áhrif á þig og þínar skoðanir.



Katrín Magnúsdóttir 90091 - 15

Er að læra vera sjúkraliði og klára það um jólin, svo er ég á söngleikjadeild í söngsskóla Sigurðar Demetz. Svo vinn ég á hjúkrunar- og dvalarheimili sem heitir Grund

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ? Það sem vakti áhugann minn á að keppa i keppninni er mér finnst alltaf gaman að stíga fyrir utan þægindarammann og prufa nýja hluti sem geta hjálpað mér að vaxa og þroskast sem manneskju

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ? Eftir 5 ár sé ég mig vera læra eða vinna við eitthvað tengt söng, dans og leiklist enda er planið eftir útskrift að sækja um söngskóla út í útlöndum

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ? Það skemmtilegasta við þetta var að kynnast öllum þessum yndislegu stelpum og góðgerðarstarfsemin.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum? Sá lærdómur sem stendur helst uppúr  keppninni er að læra koma fram á sviði og vera fyrir framan annað fólk. 



Kristín Eva Gunnarsdóttir 90091 - 16

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ? Þetta var tækifæri fyrir mig til að safna reynslu og byggja upp sjálfstraust.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ?  Í læknisnámi, mögulega í Þýskalandi eða Ameríku.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ?  Bara að kynnast öllum stelpunum og góðgerðarstörfin, það gerir svo mikið fyrir mann að hjálpa öðrum og kennir manni svo mikið.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum? Það skiptir máli að koma saman og hjálpa öðrum. Líka að maður á að vera sáttur í eigin skinni og ekki alltaf vera að reyna að breyta sér.



Kristjana Pétursdóttir - 90091-17

Starfa hjá fatakeðjunni NTC.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ? Hvað var það sem vakti áhuga þinn að taka þátt í Ungfrú Ísland? Það að stíga út fyrir þægindarammann , prófa eitthvað nýtt og opna nýjar leiðir.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ?  Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Draumurinn er að búa erlendis og starfa sem vöruhönnuður eða skartgripahönnuður.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ? Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn? Erfitt að velja eitthvað eitt , ferlið í heild er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. En Dale Carnegie námskeiðið var frábært og góðgerðarstarfsemin mjög gefandi og skemmtileg.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum?  Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningnum? Að hafa trú á sjálfri



Loubna Idrisi - 90091 - 18 

Er 21 árs að verða 22 ára og vinn á Culiacan er í skólapásu þar sem èg var í viðskipta hagfræði í HR og er núna að æfa á fullu í ræktinni eftir að ég hætti í 4 ára dans nám.

Hvað varð það sem vakti áhuga þinn að taka þátt í Ungfrú ísland?

Það sem vakti minn áhuga á því að taka þátt í Ungfrú Ísland er að keppnin gefur sjálfstæðum, sterkar og ákveðnum ungum konum tækifæri og vettvang til að vera fyrirmyndir og skila góðs í samfélaginu, m.a. með góðgerðarverkefnum þar sem að í Miss world er góðgerðarmál eitt mikilvægasta atriði keppninnar. Sú sem hlýtur titilinn fær að upplifa stórt ævintýri og ferðast um heiminn að stunda góðgerðarverkefni sem er rosa gefandi og þroskandi. Það eru engar ákveðin útlitskrofur né hæðatakmörk, aðal atriðinn er metnaður og að láta gott af sér leiða. Svo finnst mèr gaman að skora á sjálfan mig og takast á við nýjar áskoranir!

Hvar sérðu þig eftir það 5 ár? Að klára Bs nám, búinn að ná helstu markmiðinn mín! Búinn að stunda góðgerðarstörf með hópnum mínum, reynsluríkari og hamingjusöm.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn? Skemmtilegast við undirbúningum er að kynnst stelpunum! Svo þegar við fórum á Dale Carnegie námskeið sem var mjög uppbyggilegt!

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir úr undirbúninginn? Neita aldrei stórum tækifærum sem bjóðast þér í lífinu því þú veist aldrei hversu margar dyr eitt tækifæri getur opnað.



Malín Agla Kristjánsdóttir - 90091-19

er nemi við Borgarholtsskóla og vinn sem þjónn á Vegamótum.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í ungfrú Ísland? Það sem vakti áhuga minn var að mig langaði að prófa eitthvað nýtt og gera eitthvað gott fyrir sjálfa mig. Ég þekki svo margar stelpur sem hafa tekið þátt í þessari keppni og þær hafa bara haft eitthvað gott að segja um hana svo þegar ég sá auglýsinguna hikaði ég ekki við að skrá mig.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár? Eftir 5 ár mun ég líklegast vera búsett erlendis, dansandi á fullu og vonandi orðin danskennari líka. Mig langar að stofna minn eigin dansskóla svo það verður líka vonandi í vinnslu þá.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn? Það skemmtilegasta við undirbúninginn mun hafa verið allar góðu stundirnar sem ég hef átt með þessum yndislegu stelpum. Hver einasti dagur hefur verið skemmtilegur og það er alltaf búið að vera svo gaman að mæta á æfingar og sjá hvað við erum allar búnar að bæta okkur og orðnar betri vinkonur með hverjum deginum sem líður. Þetta er klárlega vinkonuhópur sem ég mun eiga lengi vel fram eftir árum.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningnum? Það sem stendur uppúr finnst mér vera það að ég hef lært að elska sjálfa mig eins og ég er. Mér finnst mikilvægt að koma því til skila til kvenna og stúlkna að það er rosalega mikilvægt að elska sjálfan sig og líða vel í eigin skinni því þá getur ekkert rifið þig niður. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, sama hversu stórir draumar ykkar eru.



Maria Monica Luisa Capangpangan - 900-21

er nemi og vinn á Hereford steikhús.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn að taka þátt í Ungfrú Ísland? Hún Megan Young. Ég fór að skoða hvað hún gerði sem miss world og það fékk mig til að opna augun með góðgerðastarf.

Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Vonandi útskrifuð sem hjúkrunarkona , á leiðinni til útlanda að að gera fleiri góðgerðastarf.

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn? Stemmingin í kringum stelpurnar, allrar svo fyndnar og skemmtilegar.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningnum? Ég öðlaðist enn meiri sjálfsöryggi, vera maður sjálfur og að það er sannarlega betra að gefa en að þiggja.



María Björk Einarsdóttir - 90091-20

stunda nám við HÍ þar sem ég er að læra grunnskólakennarann.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn að taka þátt í Ungfrú Ísland? Aðallega góðgerðarstarfið.

Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Útskrifaður grunnskólakennari og balletkennari

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn? Að kynnast öllum þessum skemmtilegu stelpum

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningnum? Mér fannst ég fá aukið sjálfstraust á svo margan hátt. Einnig stendur upp úr þegar góðgerðarhópurinn minn fór og afhendi Reykjadal fyrstu peningaupphæðina sem við höfðum safnað.



Sandra Ýr Gunnlaugsdóttir - 90091-22



Sara Djeddou Baldursdóttir - 90091-23

rek kaffihús ásamt því að ganga í skóla, en ég er að klára félagsfræðibraut

Hvað varð það sem vakti áhuga þinn að taka þátt í Ungfrú ísland ? Ég vildi ögra sjálfri mér, stíga út fyrir þægindahringinn og þannig þroskast frekar. Þetta hefur verið frábær reynsla, ég hef fengið að læra margt og eflt sjálfstraustið.

Hvar sérðu þig eftir það 5 ár? Ég vil mennta mig frekar, láta gott af mér leiða, ferðast og njóta lífsins

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn? Undirbúningurinn var lærdómsríkur og skemmtilegur. Það sem var skemmtilegast var að kynnast þessum frábæru stelpum og öllu því reynslumikla fagfólki sem kom að keppninni

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir úr undirbúninginn? Ég lærði mjög margt, en það sem helst stendur eftir er góðgerðastarfið. Ég er ákveðin í að vinna meira að góðgerðarmálum  í framtíðinni. Það er mjög gefandi og þroskandi.



Telma Fanney Magnúsdóttir - 90091-24

Ég er í tímabundinni skólapásu eins og er og vinn á leikskóla og kynni snyrtivörur samhliða því, en stefni á áframhaldandi háskólanám næsta haust.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á að taka þátt í Ungfrú Ísland ? Það sem vakti áhuga minn á því að taka þátt var fyrst og fremst, að mér þótti þetta spennandi og kjörið tækifæri til þess að stíga út fyrir þægindahringinn og prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt:) sé alls ekki eftir því þar sem þetta er búið að vera alveg yndislegt ferli!

Hvar sérðu þig eftir 5 ár ? Eftir 5 ár sé ég fyrir mér ákaflega hamingjusama Telmu sem er búin að upplifa fullt af skemmtilegum og lærdómsríkum hlutum, sem hafa mótað mig í að verða besta útgáfan af sjálfri mér:)

Hvað var það skemmtilegasta við undirbúninginn ?  Úff erfitt að svara þessu þar sem undirbúningurinn hefur verið æðislegur í alla staði, en það sem stendur uppúr er þá helst að hafa sigrað sjálfa mig og stigið út fyrir þægindahringinn minn og svo auðvitað að kynnast öllum yndislegu stelpunum og öll ævintýrin sem við höfum upplifað saman.

Hvaða lærdómur er það helst sem stendur eftir, úr undirbúningunum?  Á þessu lærdómsríka ferli stendur helst upp úr að læra að hafa trú á sjálfri mér og svo auðvitað að koma fram. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×