Sport

Stelpurnar í stuði á skautasvellinu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alþjóðlegur viðburður fór fram á skautasvellinu í Egilshöll í dag sem stelpur á öllum aldri komu saman og spiluðu íshokkí.

Íshokkí er heldur fámenn íþróttagrein hér á Íslandi en þó fer iðkendum fjölgandi með hverju árinu.

Enn sem komið eru ekki nógu margar stelpur í íþróttinni til að halda úti yngri flokkum og æfa stelpurnar því með strákunum. Það voru engu að síður bara stelpur sem voru á svellinu í Egilshöllinni í dag.

„Þetta er ekki fjölmennt. Við reynum reglulega að fá stelpur til að byrja. Þetta er mjög skemmtilegt og ég hvet allar stelpur til að koma og prófa. Það er alveg sama á hvaða aldri, það eru margar sem byrja seint og þeim gengur alveg jafn vel og þeim sem hafa alltaf æft,“ sagði Karen Þórisdóttir í kvennanefnd ÍHÍ í samtali við Hjört Hjartarson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Stúlkurnar sem þátt tóku í leiknum í dag vorum sem fyrr segir á öllum aldri, allt frá nýgræðingum upp í landsliðskonur.

Ísland verður gestgjafi B-riðils Heimsmeistaramótsins í annarri deild sem fram fer á Akureyri síðar í mánuðinum.

„Maður stefnir alltaf á sigur, það er bara þannig. Núna er þetta á Íslandi þannig að við stefnum hátt,“ sagði Karen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×