Handbolti

Stelpurnar hans Þóris grétu eftir leikinn í nótt | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stine Bredal Oftedal er fyrirliði norska liðsins.
Stine Bredal Oftedal er fyrirliði norska liðsins. Vísir/AFP
Norska kvennalandsliðið í handbolta tapaði æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik á móti Rússlandi í nótt og spilar því um bronsið en ekki gullið á Ólympíuleikunum í Ríó.

Norska liðið var búið að vinna gullverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum og er ríkjandi heims- og Evrópumeistari.

Camilla Herrem, sem var næstmarkahæst í norska liðinu með sex mörk, gat tryggt liðinu aðra framlengingu en skot hennar skoppaði framhjá stönginni og rússnesku stelpurnar fögnuðu sínum sjöunda leik í röð á mótinu.

„Mér finnst eins og ég hafi tekið rétt ákvörðun en þetta var ekki nógu fast hjá mér. Boltinn fór framhjá og það er erfitt að kyngja því," sagði Camilla Herrem við Dagbladet eftir leikinn.

„Mér líður eins og ég hafi eyðilagt fyrir öllum. Það er erfitt að sætta sig við þetta. Við börðumst mikið og komum okkur aftur inn í leikinn. Þetta er sárt," sagði Herrem grátandi.

Camilla Herrem var ekki sú eina í norska liðinu sem grét eftir leikinn eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Liðið mætir Hollandi í leiknum um bronsverðlaunin en Frakkar og Rússar spila um gullið.

Vísir/AFP
Camilla HerremVísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×