Fótbolti

Stelpurnar fengu skell gegn Englandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
U-17 ára landsliðið.
U-17 ára landsliðið. mynd/facebook-síða ksí
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði 5-0 fyrir Englandi í milliriðli fyrir EM 2016 í Serbíu dag.

Staðan í hálfleik var 4-0 og í seinni hálfleik bættu ensku stelpurnar einu marki við.

Ísland náði því ekki að fylgja eftir góðum 2-1 sigri á Belgíu í fyrradag. Hlín Eiríksdóttir og Guðrún Gyða Haralz skoruðu mörkin í leiknum á föstudaginn.

Þrátt fyrir tapið í dag eru íslensku stelpurnar ekki úr leik en þeirra bíður úrslitaleikur við Serbíu um 2. sætið í riðlinum á þriðjudaginn.

Milliriðlarnir eru sex talsins en sigurvegarar þeirra fara í úrslitakeppnina í Hvíta-Rússlandi, ásamt liðinu sem er með bestan árangur í 2. sæti milliriðlanna.

Byrjunarlið Íslands í dag:

Telma Ívarsdóttir

Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Guðný Árnadóttir

Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir

Aníta Daníelsdóttir (54. Dröfn Einarsdóttir)

Hlín Eiríksdóttir

Harpa Antonsdóttir (61. Ísold Rúnarsdóttir)

Kristín Dís Árnadóttir (f)

Agla María Albertsdóttir (67. Guðrún Gyða Haralz)

Ásdís Halldórsdóttir

Sólveig Jóhannesdóttir


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×