Fótbolti

Steinþór kominn aftur til Sandnes Ulf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steinþór í kunnuglegri stellingu.
Steinþór í kunnuglegri stellingu. vísir/afp
Norska 1. deildarliðið Viking hefur lánað Steinþór Frey Þorsteinsson til Sandnes Ulf sem leikur í næstefstu deild þar í landi. Lánssamningurinn gildir út næsta tímabil.

Steinþór þekkir vel til hjá Sandnes en hann lék með liðinu á árunum 2011-13. Steinþór lék alls 82 deildarleiki með Sandnes og skoraði í þeim 13 mörk.

Steinþór lék 20 leiki með Viking í fyrra en var aðeins sjö sinnum í byrjunarliðinu. Hann hefur alls leikið 49 deildarleiki fyrir Viking og skorað fimm mörk. Hann skoraði einnig þrjú mörk í sjö bikarleikjum fyrir félagið.

Björn Daníel Sverrisson verður því líklega eini Íslendingurinn í herbúðum Viking á næsta tímabili en þeir hafa verið fjórir undanfarin tvö ár. Auk Steinþórs eru þeir Indriði Sigurðsson (KR) og Jón Daði Böðvarsson (Kaiserslautern) farnir frá Viking.

Steinþór, sem er þrítugur, fór út í atvinnumennskuna sumarið 2010 er hann gekk til liðs við sænska liðið Örgryte frá Stjörnunni. Hann lék eitt og hálft tímabil með Garðabæjarliðinu en þar áður lék hann með uppeldisfélaginu Breiðabliki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×