Innlent

Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Steinþór Pálsson var mættur á svæðið hálftíma eftir að ránið átti sér stað.
Steinþór Pálsson var mættur á svæðið hálftíma eftir að ránið átti sér stað. Vísir/Vilhelm
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir mikla mildi að enginn starfsmaður hafi slasast þegar tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúninu í dag.

Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali.

„Ég var að koma á staðinn og veit ósköp lítið. Mildi að ekki virðist neinn hafa skaðast,“ segir Steinþór í samtali við Vísi og var greinilega brugðið.

„Það eru mín fyrstu viðbrögð. Það er verið að fara yfir hlutina. Ég get ekki sagt neitt meira á þessari stundu.“

Mennirnir voru vopnaðir skammbyssum og flúðu af vettvangi. Börn voru á meðal viðskiptavina í bankanum þegar ránið var framið en mennirnir eru enn ófundnir. 

Öryggisgæsla í öðrum útibúum Landsbankans hefur verið aukin í kjölfar ránsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×