Steini í Hippakoti í Sjálfstćđu fólki

 
Stöđ 2
10:13 18. JANÚAR 2012
Jón Ársćll segir Ţorstein Kjartansson einn af hinum skemmtilegu og kynlegu kvistum í mannlífstrénu.
Jón Ársćll segir Ţorstein Kjartansson einn af hinum skemmtilegu og kynlegu kvistum í mannlífstrénu.

Jón Ársæll heldur áfram mannlífsrannsóknum sínum, tekur hús á áhugaverðu fólki og kynnist því eins og honum einum er lagið í tíundu þáttatöð Sjálfstæðs fólks á Stöð 2.

Næsti viðmælandi Jóns Ársæls er maður sem hnýtir bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir.

„Steini í Hippakoti, Þorsteinn Kjartansson, er einn af þessum skemmtilegu og kynlegu kvistum í mannlífstrénu og saman bralla þeir félagarnir eitt og annað skemmtilegt. Bregða sér meðal annars í bæjarferð á Hvammstanga á traktornum hans Steina, fara í kaupfélagið, fá sér neðan í því, glíma og kíkja á sel.

Reyndar eru dráttarvélar eitt mesta yndi og eitt helsta áhugamál Steina í Hippakoti í Línakradal og traktorinn hans með þeim elstu í landinu," segir í tilkynningu.


Jón Ársćll og Steini.
Jón Ársćll og Steini.

Einn með öllu á Stöð 2 klukkan 19.40 á sunnudagskvöldið í Sjálfstæðu fólki, strax eftir mjaltir.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Miđlar / Stöđ 2 / Steini í Hippakoti í Sjálfstćđu fólki
Fara efst