Innlent

Steingrímur J. sinnir ekki þingmennsku á næstunni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. vísir/vilhelm
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, mun ekki gegna þingmennsku á næstunni. Ingibjörg Þórðardóttir, annar varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar í norðausturkjördæmi, tók sæti hans á Alþingi í dag.

Ingibjörg hefur ekki tekið sæti á Alþingi áður, og undirritaði hún því drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar. Þá hefur kjörbréf hennar verið rannsakað og samþykkt, að því er kemur fram á vef Alþingis.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er Steingrímur í fjölskyldufríi erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×