Innlent

Steinar og Þórunn aðstoða Björt

atli ísleifsson skrifar
Steinar Kaldal og Þórunn Pétursdóttir.
Steinar Kaldal og Þórunn Pétursdóttir. umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Steinar Kaldal og Þórunn Pétursdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf í næstu viku.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að síðastliðin ár hafi Steinar unnið sem verkefnisstjóri hálendisverkefnis Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar sem er samvinnuverkefni náttúruverndarsamtaka, útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar og snúi að vernd miðhálendisins. Steinar er jafnframt formaður FUMÍ, félags umhverfisfræðinga á Íslandi.

Þórunn Pétursdóttir nam umhverfisfræði við Garðyrkjuskóla ríkisins og landfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu (MSc) í landgræðsluvistfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands og er að ljúka doktorsgráðu í landgræðsluvistfræði frá sama skóla.

Nánar má lesa um ráðninguna á vef ráðuneytisins.


Tengdar fréttir

Vigdís Ósk aðstoðar Jón

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, nýs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×