Fótbolti

Steiktasta vítaspyrnukeppni allra tíma

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sterling tyllir sér á stól í markinu þegar hann er algjörlega úrvinda.
Sterling tyllir sér á stól í markinu þegar hann er algjörlega úrvinda.
Nýtt atriði úr bandaríska gamanþættinum Studio C hefur vakið mikla athygli síðan það var birt á YouTube í síðustu viku. Myndbandið virðist höfða jafnt til fótboltaáhugamanna sem annarra. Steiktara myndband er vandfundið á netinu.

Atriðið sem um ræðir er vítaspyrnukeppni North Carolina Tar Heels og Yale Bulldogs. Í marki Yale stendur Scott Sterling, „goðsögnin“ og maðurinn með stáltaugarnar, eins og fram kemur í atriðinu.

Leikmönnum North Carolina er einfaldlega fyrirmunað að koma boltanum fram hjá Sterling í marki Yale. Ekki nóg með það, alltaf er það andlitið á Sterling sem fær að kenna á spyrnum North Carolina. Sama hvað Sterling gerir til að forðast spyrnur andstæðinganna stendur hann uppi sárþjáður en á sama tíma hetja liðsins.

Atriðið sprenghlægilega má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×