Lífið

Steggjun sem fór gjörsamlega úr böndunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrir brúðkaupið er karlmaðurinn iðulega tekinn og steggjaður. Þetta er oftast skemmtileg hefð og fara þá vinirnir allar saman út á lífið og skemmta sér.

Stundum vill það gerast að skemmtunin fer úr böndunum, eins og margir kannast við. Í síðasta þætti Steypustöðvarinnar var eitt atriði sem vakti mikla athygli, atriði sem fjallaði um steggjun sem fór algjörlega úr böndunum.

Þar var mikið áfengi, Gunnar Nelson, bardagabúr, byggingarkrani og almenn vitleysa. Kannski ekki besta blandan og endaði kvöldið á hnífstungu.

Atriðið var meðal annars tekið upp í Mjölnishöllinni gömlu en ný æfingaraðstaða hjá félaginu var opnuð Öskuhlíðinni um helgina og en þar var áður keiluhöll.

Hér að neðan má sjá þetta atriði en þættirnir eru bannaðir börnum yngri en 12 ára.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×