Erlent

Stefnt að vopnahléi í Aleppo

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Stjórnarher Sýrlands ætlar að lýsa yfir vopnahléi í Aleppo á næstu klukkustundum. Þetta segir utanríkisráðherra Rússlands. Sergei Lavrov sagði Rússa vinna með Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjunum að því að koma á friði í borginni.

Minnst 250 almennir borgarar hafa látið lífið í Aleppo á síðustu tíu dögum.

Samkvæmt BBC hafa um tveir þriðju þeirra fallið á yfirráðasvæði uppreisnarmanna og þar á meðal 50 í loftárás á sjúkrahús í borginni. Bandaríkin hafa haldið því fram að árásin hafi verið viljaverk.

Ríkisfjölmiðill Sýrlands sagði svo frá því í dag að minnst 14 hefðu fallið í eldflaugaárásum uppreisnarmanna. Þar á meðal þrír í árás á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×