Erlent

Stefnt að lögleiðingu kannabisefna í lækningaskyni í Þýskalandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Barist hefur verið fyrir lögleiðingu kannabisefna í Þýskalandi.
Barist hefur verið fyrir lögleiðingu kannabisefna í Þýskalandi. Vísir/Getty
Notkun kannabisefna í lækningaskyni mun verða lögleidd í Þýskalandi snemma á næsta ári. Málið verður kynnt í ríkisstjórn Þýskalands á morgun.

„Markmið okkar er að alvarlega veikir sjúklingar njóti eins góðrar meðferðar og völ er á,“ sagði Hermann Groehe, heilbrigsráðherra í ríkisstjórn Þýskalands þegar hann kynnti málið fyrir fjölmiðlum.

Mörg ríki heimsins hafa hafið endurskoðun á reglum um notkun kannabisefna sem geta linað þjáningar þeirra sem þjást af sjúkdómum á borð við alnæmi, Parkinsons-veiki og krabbameini. Lögleiðing kannabisefna er þó umdeild víða um heima en margir telja það ekki forsvaranlegt að lögleiða notkun á efnum sem skilgreind eru sem fíkniefni.

Groehe sagði að kannabisefni væru ekki skaðlaus og tók fram að aðeins yrði hægt að nálgast þau í gegnum apótek með þar til gerðum lyfseðlum. Gerir hann ráð fyrir að lögin verði samþykkt og taki gildi á næsta ári. Að sögn Groehe verða kannabisefnin fyrst um sinn innflutt til Þýskalands áður en komið verði á sérstökum kannabisræktunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×