Innlent

Stefnt að breikkun og fjölgun akreina á Hafnarfjarðarvegi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugaðar framkvæmdir.
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugaðar framkvæmdir. Mynd/Verkís
Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur samþykkt að vísa tillögum að breytingum á deiliskipulagi svæða við Hafnarfjarðarveg til forkynninga. Fyrirhugaðar eru endurbætur á Hafnarfjarðarvegi á milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss ásamt gatnamótum.

Tillögurnar verða kynntar á íbúafundi í Flataskóla á morgun en til stendur að gera töluverðar breytingar á gatnamótum Hafnafjarðarvegar og Vífilsstaðavegar, en umferð um gatnamótin er þung.

Breikka á gatnamótin svo auka megi afkastagetu þeirra og bæta umferðaröryggi. Umferðatalningar gefa til kynna að við háannatíma sé umferð um gatnamótin um og yfir 90 prósent af hámarksflutningsgetu gatnamótin. Verðo þau óbreytt geti þau ekki annað aukinni umferð.

TIl að greiða fyrir umferð beint áfram eftir Hafnarfjarðarvegi verður akreinum yfir gatnamótin fjölgað í þrjár en með þeirri breytingu er reiknað með því að þeir sem komi af Vífilstaðavegi fái meiri tíma til þess að komast yfir gatnamótin.

Þá verða tvær akreinar fyrir umferð af Hafnarfjarðarvegi til austurs inn í Garðabæ, auk þess sem að tvær akreinar verða fyrir umferð af Vífilstaðavegi inn á Hafnarfjarðarveg til norðurs og suðurs. Þá verður einnig sett upp strætisvagnaakrein frá Lyngási og fram yfir gatnamótin.

Þá er einnig gert ráð fyrir hringtorgi á gatnamótum Litlatúns og Vífilstaðavegar, á milli Flataskóla og verslunar Hagkaups en nánari upplýsingar um tillögurnar má nálgast á vef Garðabæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×