Innlent

Stefnt á að slá í gegn í febrúar

Sveinn Arnarsson skrifar
Vaðlaheiðargöng verða tilbúin innan árs.
Vaðlaheiðargöng verða tilbúin innan árs. Vísir/Auðunn
Lokið verður við að grafa Vaðlaheiðargöng í lok febrúar þegar gert er ráð fyrir að borgengi Ósafls slái í gegn. Er þá líklegt að hægt verði að opna göngin fyrir umferð í byrjun árs 2018.

Verkefnið hefur hingað til gengið brösuglega þrátt fyrir kröftuga byrjun. Stríður straumur heits vatns Eyjafjarðarmegin hefur torveldað starfsmönnum að vinna við ganga­gröft og bæði bergsig og kalt vatn hefur tafið vinnu að austanverðu, Fnjóskadalsmegin.

Umferðarmet hafa verið slegin ítrekað á landinu síðustu þrjú ár og hefur umferð um Norðausturland aukist gríðarlega í takt við aukinn straum ferðamanna til landsins. Göngin koma í stað Víkurskarðs, sem lokast iðulega á vetrum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×