Innlent

Stefnt á að opna skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli á föstudag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bláfjöll.
Bláfjöll. vísir/vilhelm
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað næsta föstudag ef allt gengur eftir áætlun. Snjótroðarar eru á fullu við að færa til og fanga snjóinn sem fallið hefur síðustu daga og undirbúningur í fullum gangi. Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segist finna fyrir mikilli tilhlökkun.

„Það er alltaf mikil tilhlökkun þegar kemur að opnun. Samkvæmt vinnuplani munum við opna klukkan 14 á föstudag en það fer auðvitað allt eftir veðri og vindum. En spáin er góð,“ segir Einar í samtali við Vísi en hann býst við allt að 3000 gestum.

Á ýmsu hefur gengið síðustu daga vegna óveðurs en háspennustaurar hafa brotnað og rafmagnslaust hefur verið á svæðinu. Starfsmenn hafa því haft í nægu að snúast en Einar er bjartsýnn á framhaldið.

„Það er alltaf eitthvað sem fer miður en núna vinnum við bara samkvæmt vinnuplani,“ segir hann.

Þá er stefnt á að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri næsta föstudag og í Skálafelli um mánaðarmótin janúar-febrúar, hið síðasta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×