Erlent

Stefnir ótrauður á framboð gegn Pútín

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Alexei Navalní í lögreglufylgd í Moskvu í lok janúar.
Alexei Navalní í lögreglufylgd í Moskvu í lok janúar. vísir/epa
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní ætlar ekki að láta dómsúrskurð stöðva framboð sitt til forseta. Hann hlaut dóm fyrir spillingu, en segir dóminn sprottinn af pólitískum rótum og ætlar að áfrýja.

Fyrir fjórum árum hlaut Navalní, sem hefur verið í fararbroddi baráttu gegn spillingu í Rússlandi, sams konar dóm en þeim dómi var síðar hnekkt. Í réttarsalnum á miðvikudag gerði hann mikið grín að dómaranum, sagði hann endurtaka sömu mistökin og fyrri dómari hefði gert, enda væri úrskurðurinn nánast samhljóða eldri dómnum.

Samkvæmt rússneskum lögum má enginn, sem hefur dóm á bakinu, bjóða sig fram til forseta. Navalní segist þó ekki ætla að láta það stöðva sig, því stjórnarskráin kveði á um að einungis þeir sem sitji í fangelsi megi ekki bjóða fram. Hann hafi ekki setið af sér neinn dóm.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×