Erlent

Stefnir í fangaskipti við ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Blaðamaðurinn Kenji Goto heldur á mynd af flugmanninum sem einnig er í haldi ISIS.
Blaðamaðurinn Kenji Goto heldur á mynd af flugmanninum sem einnig er í haldi ISIS. Vísir/AP
Talsmaður stjórnvalda í Jórdaníu segir að þeir séu tilbúnir til að skipta á föngum við Íslamska ríkið. Hann sagði að Jórdan væri tilbúið til að sleppa Sajida al-Rishawi úr haldi fyrir flugmann frá Jórdaníu. Hann nefndi ekki Kenji Goto, sem samtökin hafa einnig hótað að taka af lífi.

„Jórdanía er tilbúið til að sleppa fanganum Sajida al-Rishawi ef jórandski flugmaðurinn Muath al-Kasaesbeh verður sleppt úr haldi og lífi hans hlíft.“ Þetta sagði Mohammed al-Momani í ríkissjónvarpi Jórdaníu.

Stjórnvöld í Japan hafa unnið með Jórdaníu að því að fá gíslana lausa úr haldi.

Al-Rishawi var dæmd til dauða fyrir aðild sína að hryðjuverkaárás árið 2005. Eiginmaður hennar sprengdi sig í loft upp á fjölmennum stað, en hún var handtekin eftir að sprengjubelti hennar sprakk ekki. Íslamska ríkið vill fá hana úr fangelsi.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×