LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR NÝJAST 09:00

Ţjónusta á forsendum ţolenda ofbeldis

FRÉTTIR

Stefnir í einn fallegasta daginn á skíđasvćđum landsins

 
Innlent
09:34 14. FEBRÚAR 2016
Í Bláfjöllum er opiđ frá klukkan 10 – 17 og segir umsjónarmađur svćđisins ađ ţađ stefni í einn fallegasta dag ársins.
Í Bláfjöllum er opiđ frá klukkan 10 – 17 og segir umsjónarmađur svćđisins ađ ţađ stefni í einn fallegasta dag ársins. VÍSIR/VILHELM

Það stefnir í flottan dag á skíðasvæðum landsins ef marka má pósta frá umsjónarmönnum skíðasvæðanna.

Opið er í Tungudal í Skutulsfirði, skíðasvæði Ísafjarðarbæjar, á milli klukkan 10 og 16 í dag og á Seljalandsdal frá klukkan 10. Er færið sagt gott og veðrið flott, logn og hiti rétt undir frostmarki.

Í Hlíðarfjalli á Akureyri, er opið frá klukkan 10 til 16. Klukkan átta í morgun var logn og sjö stiga frost. Skíðaskóli fyrir börn er í dag frá 10 til 14 og er hann einnig alla vikuna frá 11 til 13.
Á skíðasvæðinu á Siglufirði verður opið frá klukkan 10 til 16. Er veðrið þar sagt mjög gott, norðan gola, frost 4 – 7 stig og lítilsháttar éljagangur. Færið er troðinn þurr snjór en búið er að troða sjö skíðaleiðir.

Skíðasvæði Tindastóls verður opið í dag frá klukkan 11 til 16. Veðrið er sagt frábært, á níunda tímanum í morgun var austanátt, einn metri á sekúndu, níu gráðu frost og léttskýjað. Er færið sagt gott.

Á Dalvík er skíðasvæðið opið frá 10 til 16. Hið besta skíðaveður og allar brautir troðnar.

Í Bláfjöllum er opið frá klukkan 10 – 17 og segir umsjónarmaður svæðisins að það stefni í einn fallegasta dag ársins. Klukkan 7 í morgun var 1 – 3 metrar á sekúndu, sunnan átt, og um fjögurra stiga frost.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Stefnir í einn fallegasta daginn á skíđasvćđum landsins
Fara efst