Innlent

Stefnir í 20 gráður í Reykjavík í dag

Birta Svavarsdóttir skrifar
Hitaspá klukkan 12 í dag.
Hitaspá klukkan 12 í dag. vedur.is/vísir
Sumarið virðist vera langt frá því að vera búið, en búist er við glimrandi góðu veðri í Reykjavík síðar í dag og stefnir í allt að 20 gráður.

Skólasetningar eru hjá grunnskólum Reykjavíkur í dag, og væri vart hægt að hugsa sér betra veður til að hefja skólaárið.

Hlýjast verður sunnanlands í dag, en þó er búist við blíðskaparveðri víðar um land.

Veðurhorfur á landinu:

Austlæg átt, 5-10 metrar á sekúndu og skýjað með köflum, en 13-18 með suðaustanströndinni. Rigning suðaustanlands undir kvöld en um allt sunnan- og austanvert landið í nótt. 

Austan 5-13 á morgun. Rigning með köflum suðaustantil á landinu en víða bjartviðri norðan- og vestanlands. Úrkomulítið norðvestan til. Hiti allt að 20 stigum á norðan- og vestanverðu landinu en annars 10 til 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×