Erlent

Stefnir á að slá met Scott Kelly

Samúel Karl Ólason skrifar
Geimfarinn Jeffrey Williams.
Geimfarinn Jeffrey Williams. Vísir/EPA
Geimfarinn Jeff Williams stefnir á að slá met Scott Kelly. Williams er nú á leið út í geim og mun hann vera í Alþjóðlegu geimstöðinni næstu sex mánuði. Að því tímabili loknu mun hann hafa verið í geimnum í alls 534 daga. Núverandi met bandarískra geimfara á Scott Kelly, en það er 520 dagar.

Rússinn Genny Padalka hefur þó verið í alls 879 daga í geimnum á hann heimsmetið.

Scott Kelly, sem nýverið er kominn til Bandaríkjanna eftir að hafa verið tæpt ár í geimstöðinni, er 52 ára gamall. Jeff Williams er 58 ára og á þrjú barnabörn. Hann hefur lengi starfað sem flugmaður hjá sjóher Bandaríkjanna og hefur flogið í um þrjú þúsund klukkustundir í rúmlega 50 tegundum flugvéla.

Williams reiknast að hann hafi flogið í geimnum með 45 einstaklingum.

Hann flaug með Atlantis skutlunni árið 2000 og var í geimstöðinni árið 2006, þegar hún var mun minni. Hann var einnig í geimstöðinni árin 2009 og 2010.

Með Williams fara þeir Oleg Skripochka og Alexey Ovchinin. Reiknað er með að þeir taki á loft frá Baikonur klukkan 21:26 í kvöld. Hægt er að horfa á geimskotið hér á vef Nasa eða hér neðst í fréttinni.


Tengdar fréttir

Snúa aftur eftir ár í geimnum

Geimfararnir Scott Kelly og Mikhail Kornienko munu koma til jarðarinnar í nótt eftir að hafa varið tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni.

Lentu heilir á húfi

Geimfararnir Scott Kelly og Mikhail Kornienko lentu í nótt á jörðinni eftir að hafa varið tæpu ári




Fleiri fréttir

Sjá meira


×