ŢRIĐJUDAGUR 6. DESEMBER NÝJAST 17:45

LeBron neitar ađ gista á Trump-hótelinu

SPORT

Stefnan sett á háskólanám í Bandaríkjunum í haust

 
Sport
06:00 22. FEBRÚAR 2016
Kolbeinn Höđur Gunnarsson fékk tvenn gullverđlaun á Meistaramótinu en tapađi fyrir Ara Braga Kárasyni, félaga sínum (t.h.), í 60 metra hlaupi.
Kolbeinn Höđur Gunnarsson fékk tvenn gullverđlaun á Meistaramótinu en tapađi fyrir Ara Braga Kárasyni, félaga sínum (t.h.), í 60 metra hlaupi. VÍSIR/STEFÁN

Spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson var einn af sigursælustu keppendunum á Meistaramóti Íslands innanhúss í frjálsíþróttum sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Akureyringurinn var að keppa á sínu fyrsta móti á vegum FRÍ fyrir FH, en hann flutti í bæinn og skipti úr UFA síðastliðið haust.

Kolbeinn vann gull í 200 og 400 metra hlaupi karla en þurfti að sætta sig við tap fyrir samherja sínum úr FH, Ara Braga Kárasyni, í 60 metra hlaupi. „Stefnan er alltaf sett á að vinna allt en Ari Bragi er gríðarlega fljótur og sterkur hlaupari,“ segir Kolbeinn Höður við Fréttablaðið.

Ari Bragi er afar fær trompetleikari og þurfti að spila á tónlistarhátíð á laugardagskvöldið og mæta svo aftur daginn eftir og keppa í 200 metrunum á móti Kolbeini þar sem hann fékk brons. „Ari Bragi er svo fjölhæfur. Ef einhver getur gert þetta svona þá er það hann,“ segir Kolbeinn Höður.

Deildu gullinu
Mikil rekistefna var eftir 400 metra hlaupið þar sem Kolbeinn Höður og hans helsti keppinautur, Ívar Kristinn Jasonarson, komu á sama tíma í mark. Kolbeinn var fyrst úrskurðaður sigurvegari, svo Ívar, en á endanum deildu þeir gullinu.

„Ég var mættur í viðtal um sigurinn og var þar að fagna að hafa unnið þetta. Svo er sagt í kallkerfinu að Ívar hafi unnið og ég var bara ókei. Ef ég vinn ekki þá vinn ég ekki,“ segir Kolbeinn, en þjálfarar hans voru ósáttir við úrskurðinn og lögðu fram mótmæli.

„Þeim fannst þetta of tæpt til að dæma öðrum hvorum sigurinn og úr varð að við deildum sigrinum. Það er betra en að fá silfur þannig að ég er bara sáttur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef lent í svona, að koma alveg nákvæmlega jafn öðrum í mark.“
Kolbeinn og Ívar háðu svo aðra baráttu í 200 metra hlaupinu þar sem FH-ingurinn var einum hundraðshluta á undan í mark. „Við reyndum að koma aftur saman í mark en það bara tókst ekki alveg,“ segir Kolbeinn og hlær við.

„Ég ber alveg gríðarlega virðingu fyrir Ívari. Hann er virkilega verðugur keppinautur og það gerir mikið fyrir mig að hafa svona mann til að keppa við. Því miður voru tímarnir okkar ekki alveg jafn góðir og við vonuðumst til. Við getum báðir gert betur.“

Stefnir á háskólanám
Kolbeinn Höður æfir nú við bestu aðstæður hjá FH og getur ekki gert annað en hlaðið lofi á sitt nýja félag: „Það er bara heiður að æfa þarna og fá að taka þátt í þessu. Mér fannst vera kominn tími til að prófa eitthvað nýtt og nú er ég að stíga mín fyrstu skref fyrir nýtt félag,“ segir Kolbeinn Höður sem byrjaði árið mjög vel og setti Íslandsmet í flokki 20-22 ára í 300 metra hlaupi.
Spretthlauparinn setur stefnuna á háskólanám í Bandaríkjunum næsta haust en til þess að komast þangað þarf hann að bæta sig bæði í 200 og 400 metra hlaupum.

„Ef það á að takast þarf ég að hlaupa 400 metrana undir 47 sekúndum og 200 metrana undir 21 sekúndu. Þá væri ég að setja Íslandsmet í 200 metra hlaupi og ná einum af þremur bestu tímunum í 400 metra hlaupi á Íslandi. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta takist hjá mér,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Stefnan sett á háskólanám í Bandaríkjunum í haust
Fara efst