Innlent

Stefna Stálskipum vegna aflaheimilda

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel
Hafnarfjarðarkaupstaður ætlar að stefna eigendum Stálskipa þeirra sem keyptu skip og aflaheimildir af fyrirtækinu. Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað þetta á fundi í fyrradag og var lögmanni sveitarfélagsins falið að birta stefnu í málinu. Fundargerðina má sjá hér.

Bæjaryfirvöld voru ósátt við sölu Stálskipa á skipinu Þór HF, því aflaheimildir fylgdu skipinu og voru fluttar úr bænum. Hafnfirðingar fengu ekki að vita af sölunni fyrr en hún var um garð gengin.

Telja bæjaryfirvöld að samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða eigi bærinn forkaupsrétt að skipinu.

Sagt er frá því á vef RÚV að Hafnarfjörður telji sig geta haft 140 milljónir króna í tekjur á ári, verði forkaupsrétturinn staðfestur.

Þann 25. apríl sendi Hafnarfjarðarbær bréf til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og óskaði eftir því að ráðuneytið ynni hratt og vel að niðurstöðu í málinu. Þar er farið fram á að ráðherra ógildi framsalið á aflaheimildum, þar sem framkvæmdin hafi ekki verið í samræmi við lög. Það hafi Fiskistofa viðurkennt.


Tengdar fréttir

Rekstur Stálskips mun taka stakkaskiptum

Fram kemur í fréttatilkynningu frá útgerðarfélaginu Stálskip að félagið hafi ákveðið að selja annan sinn kvóta og að auki hefur Stálskip selt skip út til Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×