Innlent

Stefna að þúsund manna ferðamannaþorpi við Geysi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Geyissvæðið hefur gífurlegt aðdráttarafl.
Geyissvæðið hefur gífurlegt aðdráttarafl. Vísir/GVA
Fasteignaþróunarfélagið Arwen hefur keypt þrjár samliggjandi jarðir við Geysissvæðið í Haukadal. Þar hyggst félagið reisa þúsund manna ferðaþjónustuþorp í grennd við Geysi.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Birgir Örn Arnarson, stjórnarformaður fasteignaþróunarfélagsins Arwen, að vonir standi til að hægt sé að reisa þorpið á næstu fjórum til fimm árum.

Verkefnið er enn á þróunarstigi en reiknað er með að húsin verði byggð úr tilbúnum timbureiningum sem framleiddar eru af Byko-Lat í Lettlandi. Reiknað er með að reisa þar byggð á átta þúsund fermetrum þar sem reistir verða sumarbústaðir og þjónustumiðstöð, auk þess að möguleiki er á sundlaug og hóteli.

Ferðamannaþorpið er einkum ætlað þeim fara Gullna hringinn svokallaða en Geysir er lykiláfangastaður á því ferðalagi.

Þá er einnig til skoðunar að að útbúa göngustíga og hlaupabrautir auk aðstöðu fyrir gönguskíðaiðkun á veturna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×