Erlent

Stefna að sölu pissbjórs á Hróarskeldu

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjör á Hróarskeldu.
Fjör á Hróarskeldu. Vísir/EPA
Þvagi á Hróarskeldu verðu safnað í ár og notað til þess að brugga bjór hátíðarinnar fyrir árið 2017.

Þegar gestir Hróarskeldu í ár þurfa að pissa geta þeir farið á einn af sjö stöðum í hátíðarsvæðinu þar sem þvaginu er safnað í tanka. Það verður svo notað til framleiðslu á áburði. Þeim áburði verður dreift á bygg akra og áætlað er að árið 2017 verði pissbjórinn bjór Hróarskeldu.

Samkvæmt Jyllands posten verður þvagið geymt í tönkunum í um fjóra mánuði og það svo rannsakað. Þannig sé hægt að ganga úr skugga um engin spilliefni séu í því.

Á vef Jyllands posten má sjá myndband um hvernig þetta virkar.

Áætlað er að um hundrað þúsund lítrum af þvagi muni safnast og það verði hægt að nota til að brugga um hálfa milljón lítra af bjór.

Til lengri tíma er markmiðið að endurvinna allt þvag sem gestir hátíðarinnar pissa, en það munu vera nokkur ár í að slíkt verði hægt. Nú í ár er markmiðið þó að vekja athygli á því að við getum endurunnið úrgang líkama okkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×