Menning

Stefna að sama punkti sem kristallast á sýningunni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Anna Rose er með vídeóinnsetningu í húsi Hákarla-Jörundar.
Anna Rose er með vídeóinnsetningu í húsi Hákarla-Jörundar.
„Fjórir erlendir myndlistarmenn sýna í húsi Hákarla-Jörundar í Hrísey í dag og á laugardag, Anna Rose og Jill Christine Miller frá Bandaríkjunum, Junya Kataoka frá Japan og Rie Iwatake sem fæddist í Suður–Afríku en ólst upp í Japan.

Þau hafa undanfarið dvalið í gamla skólanum í Hrísey,“ segir Frosti Friðriksson.

Frosti er einn félaga í Norðanbáli, samtökum sem reka gamla barnaskólann í Hrísey og gera listamönnum mögulegt að vinna þar að list sinni. Hann segir tónlistarmenn og rithöfunda hafa notað húsið gegnum tíðina, en mest sé um myndlistarmenn og þá einkum útlendinga sem dvelji þar mánuð í senn.

„Íslendingar hugsa meira í helgum, kannski löngum helgum,“ segir hann.



Sýning fjórmenninganna heitir Convergence/Samruni. Titillinn vísar til þess að ólíkir listamenn stefni að sama punkti sem kristallast í sýningunni sem er opin í dag, 27. nóvember frá kl. 17 til 19 og laugardaginn 29. nóvember frá klukkan 15 til 17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×