Innlent

Stefna á að draga hrefnuna á land í kvöld

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn undirbúa nú að draga hrefnuna á land á flóði í kvöld.
Björgunarsveitarmenn undirbúa nú að draga hrefnuna á land á flóði í kvöld. vísir/heiðar
Björgunarsveitarmenn í Borgarnesi eru nú að undirbúa það að flytja hvalhræið sem strandaði í Borgarvogi í morgun upp í land. Ætlunin er að festa tóma brúsa við hræið til að það fljóti betur á flóði í kvöld og þá ætla björgunarsveitarmennirnir að draga hræið á gúmmíbát áleiðis til hafnarinnar í Borgarnesi.

Þar mun kranabíll hífa það á vörubílapall og flytja það til urðunar en stefnt er að því að ráðast í þessa aðgerð um klukkan hálfátta í kvöld.

Stöðugur straumur af fólki hefur við lóð leikskólans Klettaborg í Borgarnesi en þaðan er hægt að sjá hræið. Þá hafa einhverjir gengið að hræinu til að ná nærmynd af því.

Um er að ræða hrefnu en hún var aflífuð um eittleytið í dag. Hrefnan var um sjö metrar á lengd en samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi var það mat dýralæknis að réttast væri að aflífa dýrið. Aðstæður til björgunar hafi verið erfiðar og líkur á að hrefnan hafi verið meidd.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×