MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Stefán Ţór tryggđi Víkingum sigur á HK

 
Íslenski boltinn
20:07 16. FEBRÚAR 2016
Stefán Ţór Pálsson skorađi sigurmarkiđ í kvöld.
Stefán Ţór Pálsson skorađi sigurmarkiđ í kvöld. VÍSIR/STEFÁN

Pepsi-deildarlið Víkings vann 1. deildar lið HK, 1-0, í fyrsta leik beggja liða í riðli þrjú í Lengjubikar karla í fótbolta í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Stefán Þór Pálsson á tíundu mínútu eftir glæsilega fyrirgjöf frá Ívari Erni Jónssyni.

Gary Martin, sem gekk í raðir Víkings frá HK í gær, var ekki í leikmannahópi Fossvogsliðsins, en hann klæðist rauðu og svörtu treyjunni að öllum líkindum í fyrsta sinn á sunnudaginn þegar liðið mætir Haukum.

Eftir eina umferð í riðli þrjú eru Skagamenn á toppnum með þrjú stig og fimm mörk í plús eftir 5-0 sigur á Grindavík, en Víkingar eru í öðru sæti. KR og Haukar eru bæði með eitt stig eftir jafntefli sín á milli en HK og Grindavík eru stigalaus.

Reynir Leósson, fyrrverandi Íslandsmeistari með ÍA og sérfræðingur Pepsi-markanna, er þjálfari HK en hann tók við liðinu af Þorvaldi Örlygssyni síðasta haust.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Stefán Ţór tryggđi Víkingum sigur á HK
Fara efst